Túlkun & tal
SINNIR VERKEFNUM Á SVIÐI TÁKNMÁLSTÚLKUNAR OG TAL- OG MÁLMEINA
Túlkun & tal var stofnað haustið 2016 en var aðeins um litla starfsemi að ræða til að byrja með. Með vaxandi eftirspurn eftir þjónustunni vatt starfsemin upp á sig og í júní 2019 varð Túlkun & tal til í þeirri mynd sem það starfar í dag.
Við bjóðum upp á tvennskonar þjónustu; táknmálstúlkaþjónustu og rittúlkun annars vegar og hins vegnar þjónustu á sviði tal- og málmeina. Hjá okkur starfa táknmálstúlkar í fullu starfi og um það bil tíu táknmálstúlkar í verktakavinnu auk rittúlks. Þá starfar einn talmeinafræðingur hjá Túlkun & tal og sinnir hann þeim verkefnum sem okkur berast auk þess sem við þjónustum nokkur sveitarfélög landsins.
Við hjá Túlkun & tal leggjum mikið upp úr faglegum vinnubrögðum. Okkur er mikið í mun að fólk sé ánægt með þá þjónustu sem við veitum og aðhyllumst við mannleg gildi í hvívetna þar sem við vinnum afar náið með öllum okkar skjólstæðingum sama hvort um er að ræða á sviði táknmálstúlkunar eða tal- og málmeina.