Gætt er að því að fylgja ákvæðum og meginreglum persónuverndarlaga.
Til persónuupplýsinga teljast þær upplýsingar sem nota má til að persónugreina skráða einstaklinga. Þær persónuupplýsingar sem Túlkun & tal vinnur með eru einungis til skráninga á túlkapöntunum, skráninga á biðlista og fyrir tengingar við Sjúkratryggingar Íslands til endurgreiðslu á tímum talmeinafræðings.
Túlkun & tal mun ekki nota þær persónuupplýsingar sem upp eru gefnar í öðrum tilgangi og mun ekki afhenda þær þriðja aðila.